27.04.2013 20:45
Sigurpáll GK 375
![]() |
978. Sigurpáll GK 375 í Sandgerðishöfn |
978. Sigurpáll GK 375 í Njarðvíkurslipp © myndir Emil Páll
Smíðanr. 1 hjá Hasund Mek Verksted A/S og nr. 25 hjá Ulstein Mekaniska Verksted A/S í Ulteinsvik, Noregi 1964. Yfirbyggður 1964. Fór í pottinn til Danmerkur í okt. 2007.
Er skipið kom fyrst hingað til lands og þá til heimahafnar á Siglufirði aðfaranótt 6. júlí 1964 vildu sumir meina að hann væri fyrsti skuttogari Íslendinga. Síðan hafa menn talið hann fyrsta fiskiskipið með skuttrennu hér á landi, en síðar kom í ljós að lítill bátur á Vestfjörðum var á undan með skutrennu.
Nöfn: Siglfirðingur SI 150, Lundi VE 110, Bjarni Ásmundar ÞH 320, Fram RE 12, Sigurpáll GK 375, Skjöldur SI 101, Súlnafell ÞH 361, Súlnafell EA 840 og Svanur EA 14.

