27.04.2013 21:45
Sæbjörg VE 56
![]() |
![]() |
| 989. Sæbjörg VE 56, í höfn í Vestmannaeyjum © myndir Emil Páll |
Smíðanr. 45 hjá Kaarbös Mekaniske Verksted A/S í Harstad í Noregi. Þá var skipið það 6. sem stöðin hafði smíðað fyrir íslendinga. Er skipið kom til landsins 23. júlí 1965, var talið stærsti bátur íslenska síldarflotans. Yfirbyggt Danmörku sumarið 1978.
Skipið bar aðeins tvö nöfn, þ.e. Jón Garðar GK 475 og Sæbjörg VE 56. Rak skipið upp og strandaði og ónýttist í Hornsvík, austan Stokksness 17. des. 1984.
Skrifað af Emil Páli


