27.04.2013 19:45
Boði KE 132, að koma inn til Keflavíkur
|
|
||
Smíðanúmer 407 hjá V.E.B. Elbe-Werdt G.m.b.H, Boizenburg, Þýskalandi 1965, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Yfirbyggður Noregi 1986.
Stakksvík hf., Keflavík var með skipið á leigu frá því að Íslenskir aðalverktakar eignuðust skipið og þar til leigusamningurinn rann út 4. jan. 1995.
Úreldingastyrkur samþ. 12. jan. 1995, en ekki notaður.
Nöfn: Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 102, Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 364, Boði KE 132, Boði GK 24, Eldeyjar-Boði GK 24, Aðalvík KE 95, Sævík GK 257, Valur ÍS 82, Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25 og núverandi nafn: Fram ÍS 25
Skrifað af Emil Páli


