25.04.2013 16:55
Sigurfari GK 138 strandaði við Rifshöfn
![]() |
1743. Sigurfari GK 138, á strandstað við Rifshöfn í dag © mynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 25. apríl 2013 |
Rækjubáturinn Sigurfari GK 138 strandaði á útleið frá Rifshöfn í morgun. Ekki er þó talið að báturinn hafi skemmst, þar sem sandbotn er í höfninni.
Björgunarbáturinn Björg er til aðstoðar og hjálpaði við að toga Sigurfara af strandstað þegar féll að, en talið er að hann hafi staðið á strandstað í um fjóra tíma.
Í gærkvöldi fór Björg til aðstoðar Sigurfara þar sem báturinn hafði fengið trollið í skrúfuna og tók Björg hann í tog til Rifshafnar. Þangað komu bátarnir að landi um klukkan 4 í nótt.
Þegar Sigurfari hélt út á nýjan leik í morgun vildi ekki betur til en svo að hann strandaði en hann var losaður á nýjan leik nú rétt fyrir klukkan 15 síðdegis.
AF Facebook:

