25.04.2013 16:45

Makrílveiðar smábáta í fyrra ollu hugarfarsbreytingum varðandi útgerð smábáta

Segja má að makrílveiðar smábáta á síðasta ári hafi ollið hugarfarsbreytingum á ýmsum sviðum.


Tökum sem dæmi að hinar miklu veiðar uppi í landssteinum hafi orðið til þess að í ár hefur þeim smábátum sem ætla að stunda þessar veiðar fjölgað mjög mikið. Einnig varð það ljóst í fyrra að þeir sem voru með astik, fiskuðu meira en hinir og því hefur fjölgað mikið smábátum með astrik nú, milli ára.

Hefur þetta komið fram hjá þeim sem sinna vinnu við að koma slíkum tækjum um borð í bátanna og sem dæmi, þá hefur Sólplast unnið við að koma slíkum tækum um borð í tvo báta nú þessa vikuna. Það eru bátarnir Æskan GK 506 og Addi afi GK 97 og birti ég myndir af þeim báðum, já svo skemmtilega vill til að þeir eru báðir rauðir.

Þessu til viðbótar, þá er ekki gefinn út kvóti á hvert skip, heldur heildarkvóti á veiðarnar og síðan fá bátarnir veiðileyfi og veiða þar með allir úr sama potti og ekki eru landamæri eða veiðisvæði í gildi. Heildarveiðin verður sem hér segir: 1.300 lestir á tímabilið 1.-31. júlí og 1.900 lestir á tímabilið 1. ágúst til 31. desember 2013. Miðast þetta við handfæra- og/eða línuveiðar á makríl.


                   1918. Æskan GK 506, utanhúss við Keflavíkurhöfn, en í dag lauk Sólplast sínum verkþætti í þeim báti


                      Kristján Nielsen, staðsetur hvað rörið fyrir astiktækið kemur niður á 2106. Adda afa GK 97, en verkið hófst á þeim báti í gær


                Kristján Nielsen, lítur aðeins upp, fyrir ljósmyndarann, en verkið við bátinn er unnið í höfuðstöðvum Sólplasts í Sandgerði
                                    © myndir Emil Páll, í dag, 25. apríl 2013