24.04.2013 23:45
Gleðilegt sumar
Um leið og ég óska lesendum síðunnar Gleðilegs sumars, birti ég táknræna og um leið skemmtilega mynd, sem ég tók á Sumardaginn fyrsta í Keflavíkurhöfn árið 1981. Mynd þessa hef ég birt áður.
Eins og margir vita, tíðkaðist það lengi vel og gerir kanski ennþá að sjómannaskonur komi með bakkelsi handa eiginmönnum sínum um borð, er þeir koma að landi þennan dag og fá í staðinn aflahlut þeirra. Þessi siður var þekktur í Vestmannaeyjum en ekki a.m.k. í Keflavík, en þannig hagaði til að árið 1981 var þaðan gerður út bátur sem bar nafnið Binni í Gröf KE 127 og var í eigu fyrirtækis er nefndis Gröf sf. Annar eigandi þess og skipstjórinn var Hallgrímur Færseth, tengdasonur Binna í Gröf og ákvað eiginkona hans Jóna Benónýsdóttir að færa karli sínum og áhöfninni bakkelsi þennan dag og fékk í lið með sér systur sína Svanhildi Benónýsdóttir og dóttur sína Ölgu Færseth og tók ég þessa mynd er þær voru við bátshlið á leið um borð.
Sumardagurinn fyrsti 1981: F.v. Jóna Benónýsdóttir og Svanhildur Benónýsdóttir og framan við þær er Olga Færseth, við 419. Binna í Gröf KE 127 © mynd Emil Páll, 1981
