24.04.2013 20:45
Halldór Kristjánsson GK 93

526. Halldór Kristjánsson GK 93, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll
Smíðaður á Ísafirði 1963. Rak upp í fjöru í Sandgerðishöfn 5. janúar 1984. Talinn ónýtur og settur upp á gæsluvelli í Sandgerði 18. feb. 1987.
Nöfn: Haflína ÍS 123, Halldór Kristjánsson GK 4 og Halldór Kristjánsson GK 93.
Af Facebook:
Kristján Nielsen Steini á Berginu sonur Matta átti þennan bát á undan Pabba og hjálpaði ég Steina að skrapa og mála bátinn á Njarðvíkurbryggjunni þegar ég var 10 - 12 ára svo bátaviðgerðir byrjuðu snemma hjá mér
Skrifað af Emil Páli
