23.04.2013 12:45
Búrfell KE 140
![]() |
17. Búrfell KE 140, í Njarðvikurhöfn © mynd Emil Páll |
Smíðanúmer 36 hjá Kaarbös Mek. Verksted A/S í Harstad, en skrokkurinn hafði smíðanúmer 49 hjá Ankerleöken Verft A/S í Flörö í Noregi árið 1963. Lagt í maí 1991, tekinn af íslenskri skipaskrá 1992.
Eftir að báturinn hafði verið úreltur hóf Bergþór heitinn Hávarðarson undirbúning að því að breyta honum í viðgerðarskip fyrir skútur og fór verkið fram við bryggju í Njarðvik. Eftir baráttu við íslensk stjórnvöld og fyrrum eiganda, þar sem m.a. átti að draga bátinn til Írlands til niðurrifs, bjargaði það málunum að útgerð dráttarskipsinsHvanneyri sem átti að draga hann út varð gjaldþrota. Tókst Bergþóri þó að lokum að vinna sigur í málinu 27. mars 1993 og flaggaði hann þá sænska fánanum á bátnum og gaf honum nafnið Ásbjörn. Var báturinn þinglýstur sænskum ríkisborgara f.h. Bergþórs. 1. maí 1993. Þann 11. sept. 1993 fór Ásbjörn í reynslusiglingu. 1. júní 1996 lét Ásbjörn síðan aftur úr höfn og nú sigldi hann fyrir eigin vélarafli til Garðarbæjar og síðan var förinni heitir til St. Martin, í nágrenni Porto Rico í Mið-Ameríku, endurskráðum með íslenskum fána. Þangað átti hann að draga með sér einn úreltan 44. Kristbjörgu VE 70. Ekkert varð þó úr þessum áformum og fóru leikar þannig að eftir þó nokkra veru var báturinn færður út á Arnarvoginn í lok október 2002. Fljótlega var honum þó lagt við bryggju í Hafnarfirði, þaðan var hann að lokum dreginn um mánaðarmótin mars/apríl 2004 upp á Akranesi þar sem hann var tættur niður í brotajárn.
Meðan báturinn var í Njarðvíkurhöfn bjó Bergþór um borð í honum.
Nöfn: Ásbjörn RE 400, Búrfell ÁR 40, Búrfell KE 140, Búrfell KE 45, Búrfell EA 930 og Ásbjörn

