23.04.2013 19:21

Björgun Ramónu ÍS, í gærkvöldi

Bjarni Guðmundsson, Neskaupstað: Hér eru myndir frá því í gærkvöldi þegar Ramóna var dregin á Seyðisfjörð. Á fyrstu myndinni sést Green Ice með Ramónu í togi, en þeir héldu bátnum frá landi þangað til Hafbjörgin kom og tók bátinn í tog. Skemmdir á bátnum eru eftir óveður vestur á fjörðum í vetur.


                           Green Ice, með 1148. Ramónu ÍS 840 í togi í gærkvöldi


 


 


                  1148. Ramóna ÍS 840, komin inn á Seyðisfjörð í nótt


                            © myndir Bjarni Guðmundsson, í gærkvöldi og í nótt