23.04.2013 14:45

Bjarmi og Valberg

Gamli trillubáturinn sem upphaflega var smiðaður á Siglufirði 1938 og verið var að gera upp í Keflavík er kominn út. Var hann tekinn út nú fyrir nokkrum mínútum, en ég fjallaði vel um endurbyggingu hans fyrr í vetur.


                   5817. Bjarmi, í Básnum í Keflavík núna áðan, þar sem hann var gerður upp © mynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 23. apríl 2013

Þá er búið að sjóetja Valberg VE 10 ex VE 5, sem var í endurbótum hjá Bláfelli á Ásbrú.


                 6507. Valberg VE 10 ex VE 5, í Grófinni Keflavík, núna áðan © mynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 23. apríl 2013