21.04.2013 09:30
Rólegt en alltaf kaldi - Jón Páll í Noregi
Fiskerí er rólegt 2,3 tonn í dag, 3,3 tonn í gær eftir tvo daga svo þetta mjakast en frekar hægt. Við erum búnir að bæta við netum og erum komnir með yfir 100 net. Maður hélt að vorið væri komið en það er alltaf kaldi SW kaldi með éljagangi. Samt allar trossur í sjó þýðir ekkert annað nema reyna halda á þegar síðasta vikan fer í hönd en við reiknum með að hætta á næstu helgi ef það kroppast áfram eitthvað.
![]() |
||
|
|
Skrifað af Emil Páli


