Panaviota upp í grjótið"/>

21.04.2013 23:02

Panaviota upp í grjótið

Ekki er ég viss, er tel þó víst að þetta sé skip sem var í Varnarliðsflutningunum og er að koma í fyrsta sinn til Njarðvíkur og miðað við móttökunefndina, þá er spurning hvort það hafi verið Atlandsskips sem var með skipið. Einhver var þó atburðurinn, því ég sé ekki betur en að Viðar Oddgeirsson tökumaður hjá Sjónvarpinu, sé á einni myndanna að mynda komu skipsins, einnig virðist skipið hafa farið upp í grjótið.


                   Panoviota kemur til Njarðvíkur og 370. Þróttur aðstoðar skipið


             


          Eitthvað virðist skipið hafa átt í erfiðleikum með að stoppa og fór því upp í grjótið


                      Panaviota komið að bryggju í Njarðvík


                         Hér er Viðar Oddgeirsson að mynda komu skipsins


               Móttökunefndin: F.v. Björn Ingi Knútsson, Jón Norðfjörð og Guðmundur Kjernested © myndir Emil Páll