20.04.2013 23:01

Oddur V. Gíslason að koma nýr til Grindavíkur?

Þessi myndasyrpa sem sýnir björgunarbát Grindvíkinga Odd V. Gíslason koma úr útkalli að kvöldi til eða að nóttu, man ég bara alls ekki hvernær hún var tekinn eða hvað tilefni útkallsins var.
Á tveimur myndinna sést einnig formaður björgunarsveitarinnar Gunnar Tómasson. Í öðru tilfellinu er hann að stökkva um borð og í hinu tilfellinu að ræða við skipverja o.fl.
Þar sem ég er ekki viss um ártalið, er ég heldur ekki viss um hvort þetta var 2310. Oddur V. Gíslason sem nú er Hannes Þ, Hafstein eða 2743. Oddur V. Gíslason sem er núverandi björgunarskip Grindvíkinga.

Í framhaldi af skrifum fyrir neðan myndirnar, sýnist mér á öllu að þetta sé tekið þegar 2310. Oddur V. Gíslason er að koma í fyrsta sinn til Grindavíkur

Hér koma myndirnar:












                    Oddur V. Gíslason að koma til Grindavíkur, trúlega nýr.  Á tveimur síðustu myndunum sést Gunnar Tómasson, á þeirri fyrri er hann að stökkva um borð en á þeirri neðri er hann að ræða við Skipverjana o.fl.  © myndir Emil Páll

AF Facebook:

Arni Freyr Runarsson Þetta er 2310 Hannes Þ Hafstein GK (Fyrrum Oddur V Gíslason)
Bætt við: Hann er að kom í Sandgerði sumarið 2007 eða 2008.
Hann kemur til landsins 1999, og eins og sést þá er ekki búið að merkja hann með nafni svo þetta er sennilegast í kringum
þann tíma.