19.04.2013 10:22

Lensibúnaður í ólagi

mbl.is:

Rannsóknarnefnd sjóslysa (RNS) telur ljóst að stjórnkerfi lensibúnaðar Hallgríms SI 77 hafi ekki verið í lagi þegar lagt var í hinstu ferð skipsins frá Siglufirði hinn 22. janúar 2012.

Þetta kemur fram í skýrslu RNS um slysið sem birt var í gær. Þá telur RNS að sjósöfnun í aðgerðarrými, stýrisvélarými og lest í gegnum lensikerfi í aðgerðarými hafi verið ástæða þess að togarinn sökk undan Noregsströndum hinn 25. janúar 2012. Einn bjargaðist en þrír fórust í sjóslysinu.

„Eftir að skipið lagðist til bakborða undan veðri og vindi er það mat nefndarinnar að sjósöfnunin hafi orðið á tiltölulega skömmum tíma. Þá telur nefndin að sjór hafi komist í einhverjum mæli niður í skipið um óþétta fiskilúgu, ekki síst eftir að skipið lagðist til stjórnborða og sjór flæddi inn um austurop á síðunni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.