19.04.2013 16:45

Aquarius hjá Sólplasti

Í gær var komið með skútuna Aquraius í viðgerð til Sólplasts í Sandgerði. Skúta þessi varð fyrir tjóni í Reykjavík þegar óveðrið geysaði á dögunum fyrr í vetur, en þá féll önnur skúta á þessa þar sem þær stóðu uppi á landi.


                 Skútan komin inn í hús hjá Sólplasti, í Sandgerði


                                   Svona lítur skútan út aftan frá


                 Hér sjáum við eitt af götunum á skrokki skútunnar


              Alveg er opið inn úr, en þetta gat nær lengra niður og hylur platan það að hluta


             2667. Aquarius, hjá Sólplasti í Sandgerði í dag © myndir Emil Páll, 19. apríl 2013