12.04.2013 18:11

47 milljónir í veiðigjald fyrir einn túr

 
 
Þór HF, frystitogari Stálskipa ehf. í Hafnarfirði
 

Veiðiferð frystitogarans Þórs HF í Barentshafið stóð ekki undir sér

 

,,Það er ljóst að ekki verður grundvöllur til þess að gera út skip á þessar veiðar lengur þar sem útgerðin verður að greiða tæplega 50 milljónir króna í veiðigjald til íslenska ríkisins úr einum túr,“ segir Guðrún Lárusdóttir framkvæmdastjóri Stálskipa ehf. í Hafnarfirði í samtali við Fiskifréttir

Þór HF, frystitogari útgerðarinnar, kom úr um páskana úr rúmlega 40 daga veiðiferð í Barentshafið. Aflinn var rúmlega 1.500 tonn og áætlað aflaverðmæti 208 milljónir króna. Þegar búið er að draga frá hlut sjómanna, veiðigjald, olíukostnað og tryggingagjald eru aðeins 2,7 milljónir króna eftir fyrir allan annan kostnað

AF Facebook:

Ólafur Þór Zoega Það vantar nú eitthvað inn í þessa sögu, 25 % af aflaverðmæti skipsinns,stenst ekki!