11.04.2013 23:01
Farþegaskip fyrir Grænlendinga og 7 bátar fyrir innanlandsmarkað
Þeir hjá Bláfelli á Ásbrú stefna á það að afhenda 6 báta, nú í mánuðinum, sem ýmist er nýsmíði eða hafa verið í endurbótum hjá þeim að undanförnu. Að auki verður einn tilbúinn um eða upp úr mánaðarmótunum.
Þegar þessir bátar verða afhentir setja þeir allan kraftinn í að smíða farþegabát fyrir Grænlendinga sem á að afhendast í september í haust. Hér fyrir neðan geri ég þessum bátum öllum skil.
Valberg VE 10 ex VE 5
Bátur þessi sem var í lagfæringu og smá endurbótum fer trúlega frá þeim á morgun.

6507. Valberg VE 10 ex VE 5
Fönix ST 5
Búist er við að þessi verði sjósettur núna um helgina

7742 . Fönix ST 5
Jói á Nesi SH 159
Þessi verður afhentur í mánuðinum

7757. Jói á Nesi SH 159
Óríon BA 34
Þennan á líka að afhenda núna í mánuðinum

7762. Óríon BA 34
Þrasi SH 375
Þessi er í hópi þeirra sem á að afhenda í mánuðinum



7760. Þrasi SH 375
Julla
Þessi er á Vesturleið og verður trúlega einnig afhentur í mánuðinum og er af gerðinni Sómi 600

Jullan
Ex Sæunn GK 660
Þessi bátur er í eigu Bláfells og er vonast til að hann klárist í mánuðinum, en hann fær þá nýtt nafn og verður trúlega skráður með ST númeri

6917. Ex Sæunn GK 660, sem fær nýtt nafn og ST númer
Til Grænlands
Um er að ræða farþegabát af gerðinni Sómi 870, dekkaður sem stefnt er af að klára í september nk.

Teikingin af farþegabátnum fyrir Grænland
© myndir Emil Páll, 11. apríl 2013
