09.04.2013 23:02

Stæltir kroppar og Litli Nebbi - ánægja með verk Sólplasts

Í dag lauk breytingum á Litla Nebba SU 29, hjá Sólplasti í Sandgerði. Birti ég hér myndir af því eins og hann leit út áður en framkvæmdir hófust, þegar búið var að skera af honum hliðarnar og eins að taka hann í sundur og síðan myndir sem ég tók í dag, svo og þegar hann var afhentur og fór úr húsi hjá Sólplasti um kl. 20 í kvöld.

Áður en myndirnar birtast kemur smá um bátinn, en nafnið Stæltir kroppar, en nafnið á fyrirtækinu sem á bátinn, en það er þannig til komið að keypt var fyrirtæki sem áður rak líkamsræktarstöð og fannst eigendum rétt að halda nafninu.

Þegar báturinn kom til Sólplast átti aðeins að setja á hann síðustokka og hækka lunningarnar, en fljótlega urðu breytingar þar á og nú er báturinn gjörbreyttur eins og sést á myndunum sem hér fylgja. En í aðalatriðum var báturinn lengdur um einn og hálfan metra, breikkaður um 50 sentimetra við sjólínu, nýjar síður og nánast allt aftan við húsið breytt, lagað og endurbyggt.




                 Svona leit báturinn út áður en vinna hófst við hann hjá Sólplasti


                                                   Hér er búið að taka síðurnar burt


                                    Búið að skera bátinn í sundur fyrir lenginguna




                  Báturinn merktur Sólplasti, eins og oft er gert eftir veiga miklar breytingar


                 Hér sést niður í bátinn, þ.e. aftan frá húsinu


                     6560. Litli Nebbi SU 29, eins og hann lítur út eftir breytingarnar


                        Svona lítur báturinn út að aftan, en ekki er búið að merkja hann þar, né setja niður vélina, en það gera eigendurnir sjálfir


             Þeir voru glaðið með unnið verk, f.v. Ævar Orri Eðvaldsson og Þórir Stefánsson, frá Stæltum kroppum og Kristján Nielsen, frá Sólplasti.


                  Sigurborg S. Andrésdóttir frá Sólplasti og Þórir Stefánsson frá Stæltum kroppum í spjalli


                                 6560. Litli Nebbi SU 29, að framkvæmdum loknum


                   Báturinn tilbúinn til brottfarar út úr húsi Sólplasts og Þórir Stefánsson, annar eiganda brosmildur í verklok




                             Báturinn dreginn út úr húsi hjá Sólplasti um kl. 20 í kvöld









                   6560. Litli Nebbi SU 29, tilbúinn að yfirgefa athafnarsvæði Sólplasts í Sandgerði í kvöld   © myndir Emil Páll