06.04.2013 16:00
Kolmuni 2013
- AF síðu Faxa RE 9 - Faxagengið -
Góðan og margblessaðan daginn lesendur góðir. Þá er páskafríinu lokið hjá Faxamönnum en þeir mættu til skips síðastliðin þriðjudagsmorgun upp á Skaga en skipinu var svo siglt til Reykjavíkur þar sem loðnunótinni var spólað í land og veiðafæri sem tilheyra kolmunnaúthaldinu voru tekin um borð. Það var svo seinnt á miðvikudeginum sem látið var úr höfn. Það er skemmst frá því að segja að þessa stundina er Faxinn á siglingu 92 sjómílur suður af Suðurey í Færeyjum, á gráa-svæðinu svokallaða á milli Færeyja og Skotlands en það verður að segjast eins og er að svartkjafturinn hefur ekkert verið að flækjast fyrir okkur frekar en öðrum skipum á þessu svæði.
Kv.Faxagengið.
![]() |
||||||||
|
Loðnunótin farin í land á Skarfabakkanum.
|






