06.04.2013 18:45
Breki VE 61 fyrir breytingar og lengingu
![]() |
1459. Breki VE 61, í Keflavíkurhöfn, fyrir breytingar og lengingu © mynd Emil Páll |
Smíðanúmer 57 hjá Slippstöðinni hf., Akureyri 1976 eftir teikningu Bárðar Hafsteinssonar og Ólafs H. Jónssonar.
Skipið var upphaflega smíðað fyrir Álftafell hf., Stöðvarfirði, en þeir hættu við vegna skorts á fyrirgreiðslu. Skipinu var hleypt af stokkum 29. febrúar 1976 og var þá talið lang fullkomnasta fiskiskip íslendinga. Var það afhent 3. júli 1976 og kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Sandgerði 23. júli 1976 og var þá fyrsti togarinn sem hafði þar heimahöfn.
Skipið átti að heita Jón Garðar, og voru gerðir upphleyptir starfi með því nafni á bóg skipssins, en á síðustu stundu var nafninu breytt.
Endurbyggður hjá Slippstöðinni á Akureyri 1978, eftir bruna í Slippstöðinni fyrr sama ár. Lengdur 1988.
Seldur úr landi til Noregs í byrjun febrúar 2007. Lá í höfn í Melbú í Noregi fyrsta árið eftir söluna og þá ennþá með merkinguna Breki KE 61.Gert síðan út af norsku fyrirtæki en með heimahöfn í Munrmansk, Rússlandi.
Nöfn: Guðmundur Jónsson GK 475, Breki VE 61, Breki KE 61 og Breki, en er nú farinn í pottinn.

