03.04.2013 08:55
Þorsteinn KE 10 og Sigurpáll GK 375
![]() |
| 357. Þorsteinn KE 10, utan á 185. Sigurpáli GK 375, sem þarna er í endurbyggingu í Dráttarbraut Keflavíkur © mynd Emil Páll |
357.
Smíðaður hjá Anderson & Ferdinandsen, Gillelje, Danmörku 1955, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar.
Stýrishús af 724. Pólstjórnunni ÍS 85, var sett á hann eftir að Pólstjarnan var úreld.
Hefur legið í Reykjavíkurhöfn sennilega frá 2008 og sökk þar 25. júlí 2010 og síðan aftur á síðasta ári, en veit ekki hvað varð um bátinn eftir það
Nöfn: Breiðfirðingur SH 101, Breiðfirðingur RE 262, Þorkell Árnason GK 262, Oddrún RE 126, Þorsteinn KE 10, Svavar Steinn KE 76, Svavar Steinn GK 206 og Ver RE 112.
185.
Smíðanr. 46 hjá Marstrand Mekanisk Verksted A/B i Marstrand, í Svíþjóð 1963. Kom til Sandgerðis laust fyrir kl. 20 laugardginn 13. apríl 1963 eftir 7 mánaða smíðatíma. Endurbyggður hjá Dráttarbraut Keflavíkur hf. Keflavík 1974-1977. Yfirbyggður 1987. Lengdur, skutur sleginn út og nú brú, gert í Þýskalandi 1987.
Báturinn var dreginn logandi til Njarðvíkur 29. mars 1974 af Ásgeir Magnússyni II GK 59, en eldur kom upp í bátnum er hann var staddur 8 sm. út af Stafnesi.
Aftur kom upp eldur í bátnum og nú við bryggju í Sandgerði 20. feb. 2005 og stórskemmdist hann og var ákveðið að gera ekki við hann heldur láta hann í pottinn. Slitnaði báturinn aftan úr Brynjólfi ÁR sem var að draga hann og var einnig á leið í pottinn, er skipin voru við Færeyjar. Kom Færeyska varðskipið Brymill að því mannlausu á reki og tók það í tog og dró til Færeyja að morgni 10. okt. 2005. Var skipið síðan dregið til Esbjerg í Danmörku, en þangað hafði förinni verið heitið og þangað kom það í maí 2006.
Nöfn: Sigurpáll GK 375, Sigþór ÞH 100, Þorvaldur Lárusson SH 129, Straumur RE 79 og Valur GK 6.

