03.04.2013 12:46

Máni GK 36

                   671. Máni GK 36, í Grindavík © mynd Emil Páll

Smíðaður hjá Faaborg Skips & Badeby, í Faaborg, Danmörku 1959, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar.

Úreldingastyrkur samþykktur í des. 1994, en ekki notaður.

Lá síðustu árin við bryggju í Þorlákshöfn og var á þeim tíma eða 8. des. 2004, sleginn á nauðungaruppboði, en ekkert gerðist í hans málum fyrr en hann var hífður á land á árinu 2007 og fargað í framhaldi af því. Raunar hafði hann verið afskráður sem fiskiskip árið 2006.

Nöfn: Máni GK 36, Máni BA 166, Máni GK 257, Haförn ÁR 115, og aftur Máni GK 36.