03.04.2013 07:30

Glófaxi VE 300 og Sæbjörg SU 39 í Eyjum

              244. Glófaxi VE 300, 499. Sæbjörg SU 39 o.fl. í Vestmannaeyjum © mynd Emil Páll, einhvern tímann á áttunda áratug síðustu aldar

 

244.

Smíðanúmer 3 hjá Skipaviðgerður hf. Vestmannaeyjum 1964, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Afhentur í febrúar 1965.
Endurbyggður eftir bruna hjá Dráttarbraut Vestmannaeyja 1978 og yfirbyggður í Bátalóni í Hafnarfirði 1985.

Báturinn var upphaflega smíðaður fyrir Helga Bergvinsson, Vestmannaeyjum, en hann hætti við áður en smíði lauk.

Vegna töku á sjónvarpsmyndinni ,,Sigla himinfley" árið 1994, var báturinn látinn heita  ,,Ási í bæ VE 500" í myndinni.

Seldur ú r landi til Ghana 8. ágúst 2003 og er þar ennþá, held ég.

Nöfn: Gullberg NS 11, Gullberg VE 292, Glófaxi VE 300, Glófaxi II VE 301, Krossey SF 26, aftur Glófaxi II VE 301, Sæfaxi VE 30,  MV. Kristi Sophie og núverandi nafn: Living Kristi.

 

499.

Smíðaður í Hafnarfirði 1962. Talinn ónýtur og afskráður 1992.

Nöfn: Gunnar Einarsson GK 334, Gnoðin VE 34, Sæbjörg NK 37, Sæbjörg GK 28, Sæbjörg SU 39, Hafbjörg ÁR 39, Kristín EA 37 og Hafrenningur II ÍS 94