01.04.2013 21:45
Niðurrif Surprise HF 8, strandað?
Eitthvað virðist hafa komið upp á varðandi niðurrifið á Surprise HF 8 í Hafnarfirði, því áður hef ég birt myndir af honum komnum á áfangastað 14. feb. sl., en í dag gat ég ekki séð betur en að ekki væri hafið það verk að brjóta hann niður. Að vísu eins og menn vita er Hafnarfjarðarhöfn sú höfn sem mest er læst og því erfitt að komast að henni og það þó engin erlend skip sé á staðnum og því kalla ég hana hér eftir LOK, LOK OG LÆS. Hvað um það þessar myndir voru teknar í þó nokkri fjarlægð en sýna að báturinn er enn heillegur á staðnum.
![]() |
||||
|
|
Skrifað af Emil Páli



