01.04.2013 22:45

Freri RE kominn á legudeild

Eins og áður hefur komið fram bæði hér á síðunni sem og í fréttum átti að leggja togaranum Frera RE, þegar hann kæmi úr síðustu veiðiferð og því hlýtur það vera um garð gengið, hvort sem togarinn fær að vera áfram þarna á þessum stað í Reykjavíkurhöfn eða verður í framtíðinni færður annað, seljist hann ekki. Vitað er að hluti áhafnar er kominn yfir á Vigra, samkvæmt fréttum.  Hér eru tvær myndir sem ég tók af togaranum í dag.


 


                1345. Freri RE 73, á legustæði sínu í Reykjavíkurhöfn í dag © mynd Emil Páll, 1. apríl 2013