01.04.2013 23:00
Elín KE 27 - nú Kristín ST 61
Þessi trillubátur var smíðaður í Hafnarfirði 1976 og fékk þá strax þetta nafn, sem hann hélt þar til hann var seldur til Drangsness, en þá fékk hann nafnið Kristín ST 61. Nú er báturinn úti í Garði þar sem gera á hann upp frá grunni, en fyrr í vetur birti ég myndasyrpu af honum þar.
Hér koma nokkrar myndir af bátnum er hann var á veiðum á Stakksfirði, einhvern tímann á árunum 1977 - 1987





5796. Elín KE 27, á veiðum á Stakksfirði með Keflavík og Njarðvík í baksýn © myndir Emil Páll, einhvern tímann á árnum 1977 - 1987.
Upplýsingar um bátinn birtast fyrir ofan myndirnar
Skrifað af Emil Páli
