30.03.2013 16:45

Steinunn gamla KE 69, sokkin í Sandgerðishöfn


 


           792. Steinunn gamla KE 69, sokkin í Sandgerðishöfn © myndir Emil Páll, 1973

Smíðuð í Svíþjóð 1947, endurbyggð og lengd í Dráttarbraut Keflavíkur 1963. Sökk í Sandgerðishöfn 1973, talin ónýt og tekin af skrá sama ár

Nöfn Steinunn gamla GK 363 og Steinunn gamla KE 69.

AF Facebook:

  • Guðni Ölversson Var ekki saga þessa báts all skrautleg og dramatísk? Var ekki talið að hún hafi siglt á trillu með þeim afleiðingum að mannslíf týndist?
     
    Sigurbrandur Jakobsson Endilega deildu þeirri sögu með okkur Guðni
     
    Guðni Ölversson Ég kann þá sögu ekki nógu vel og er ekki einu sinni viss um að Steinunn Gamla hafi átt þar hlut að máli. Bróðir gamals skipsfélaga míns var á þessum bát, Steinunni Gömlu að mig minnir, þegar þetta gerðist og allt var einkar dularfullt í kringum þetta mál. Held að aldrei hafi tekist að upplýsa það sem í raun gerðist.
     
    Emil Páll Jónsson Þetta er rétt hjá þér Guðni Ölversson, þeir sigldu á trillu með þeim afleiðingum að einn eða tveir fórust man ekki hvort var.
     
    Guðni Ölversson Þetta var allt saman verulega "spooky". Sá sem var í brúnni tók upplýsingarnar með sér í gröfina skömmu seinna.
  •