30.03.2013 12:00

Happasæll KE 94 - eikarbáturinn

                 475. Happasæll KE 94, að koma inn til Keflavíkur

                         475. Happasæll KE 94 í Sandgerðishöfn


                475. Happasæll KE 94, í Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll

Smíðanúmer 8 hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs Jósefssonar, Akranesi 1955, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. 

Báturinn var afhentur 5. janúar og fór í sinn fyrsta róður 8. janúar 1955.

Úreldur í júní 1982. Brenndur og sökkt, norður af Hraunum í Faxaflóa 23. júli 1982.

Nöfn: Guðfinnur KE 32, Farsæll SH 30, Happasæll KE 94, Happasæll RE 94 og aftur Happasæll KE 94.