30.03.2013 07:35

Síðan biluð eða?

Því miður hefur skipasíðan verið meira og minna biluð frá því í gær, án þess að vita nokkuð hvort hægt sé að gera við hana. Ástæðan er trúlega sú að 123.is ber ekki svona stóra síðu eins og þessa og því lítið fyrir mig annað að gera en að halda áfram áformum mínum að fara út úr því kerfi og yfir í sjálfstæða síðu. Hef ég þegar fengið annað len, sem ég vil þó ekki upplýsa hvert sé fyrr en málin liggja betur fyrir.

Gamla þjóskan í mér mun þó valda því að ég reyni að setja áfram inn myndir en nota þó aðeins úrklippur af myndum sem birtst hafa frá mér annarsstaðar eða aðrar úrklippur sem ér er með við hendina. En ekki er þó víst að það sjáist frekar en annað á síðunni.

Vonandi lagast þetta þó svo ég þurfi ekki að hætta á 123.is, nú í látum.
                 
                                        Kveðja Emil Páll

P.s. þessi færsla var ekki sett eftir hefðbundnum leiðum, heldur í gengum gamla viðmótið sem var áður en farið var hringla í allskyns breytingum á 123.is