28.03.2013 19:10

Sólplast: Litli Nebbi og norska yfirbyggingin að ljúka

Margt bendir til þess að í næstu viku ljúki breytingum á Litla Nebba SU 29, hjá Sólplasti í Sandgerði, á sama tíma mun einnig ljúka smíði yfirbyggingarinnar sem flutt verður út til Noregis á fyrrum íslenskan bát. Telst þetta vera nokkuð góð afköst þar sem hjá Sólplasti starfaði aðeins einn starfsmaður við verkið þ.e. Kristján Nielsen. Hvað um það hér birtast fjórar myndir sem ég tók nú undir kvöld af Litla Nebba.


 


 


 


              6560. Litli Nebbi SU 29, hjá Sólplasti, Sandgerði núna í kvöld © myndir Emil Páll, 28. mars 2013