24.03.2013 23:01

Orion II dregur tanka frá Njarðvík til Helguvíkur

Hér kemur smá myndasyrpa sem ég tók á tíunda áratug síðustu aldar, er dráttarskipið Orion II dró olíutanka sem höfðu fram að því verið í notkun hjá Olís í Njarðvíkur, og út í Helguvík, þar sem þeir eru í dag í notkun við bræðsluna. Einnig er mynd af hafnsögubátnum Auðunni sem bíður verkefnisins í Helguvík og ein mynd af verksmiðjunni eins og hún leit út frá sjó, áður en umræddir tankar voru komnir þangað.


                           2059. Oríon II, fór djúpt fyrir frá Njarðvík til Helguvíkur


                        Hér nálgast Oríon II, Hólmsbergið, á leið sinni í Helguvík


                                                  2043. Auðunn bíður í Helguvík


                   Helguvíkurverksmiðjan eins og hún leit út á þessu augnabliki


                       2059. Oríon II siglir með fram Hólmsberginu með tankana


                                                2059. Orion II, nálgast Helguvík




                                             Hér er búið að beygja inn í Helguvíkina




                              

                  2059. Orion II, kominn með tankanna inn í Helguvík og 2043. Auðunn bíður með að aðstoða skipið ef með þarf © myndir Emil Páll, á seinni hluta tíunda áratugs síðustu aldar.