23.03.2013 21:45

Jón Ágúst GK 60 og Mummi KE 120


                177. Jón Ágúst GK 60 og 1379. Mummi KE 120, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll

 

177:

Smíðanúmer 350 hjá Gravdal Skipbyggery, Sunde, Noregi 1960.

Endurbyggður og yfirbyggður hjá Dráttarbraut Keflavíkur hf. 1981-1986, eftir að eldur kom upp í bátnum, er hann hét Jón Ágúst GK 60,  28 sm. VNV af Garðskaga þann 31. janúar 1978. Áhöfn v/s Týs slökkti eldinn og dró bátinn síðan til Njarðvíkur.

Strandaði sem Bergvík VE 505, í Vöðlavík milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar 18. des. 1993. Við björgunartilraun á bátnum fékk björgunarskipið Goðinn á sig brot og strandaði og sökk 10. janúar 1994 og við það fórst einn skipverji Goðans, en Varnarliðið bjargaði sex skipverjum í aftakaveðri. Varðskipið Týr dró síðan Bergvíkina af strandstað lítið skemmda aðfaranótt 13. janúar 1994.

Úrelding var samþykkt 3. september 1994, en hætt var við úreldinguna 31. mars 1995.

Stefni bátsins var breytt 1998.

Breytt hjá Skipalyftunni í Vestmannaeyjum frá jan- mars 2003 í veiðiskip á þorski til áframeldis.

Lá í Reykjavíkurhöfn frá 11. nóv. 2004 til 18. des. 2009 að hann var dreginn af hafnsögubátnum Leyni upp á Akranes. Þann tíma sem báturinn lá í Reykjavíkurhöfn, var hann ýmist skráður Eykon RE 19, Adolf RE 182, eða Adolf RE 19, þó alltaf stæði á bátnum sama skráningin Eykon RE 19. Var afskráður sem fiskiskip 24. ágúst 2005 og skráður að nýju sem fiskiskip á síðasta ári.

Nöfn: Seley SU 10,  Jón Þórðarson BA 80, Guðmundur Kristján BA 80, Jón Ágúst GK 60, Jón Ágúst GK 360, Fönix KE 111, Bergvík VE 505, Krossanes SU 5, Stakkur VE 650, Surtsey VE 123, Adolf Sigurjónsson VE 182, Kristjana GK 818, aftur Adolf Sigurjónsson VE 182, Eykon ÍS 177, Eykon RE 19, Adolf RE 182, Adolf RE 19, Arnfríður Sigurðardóttir RE 14 og núverandi nafn: Fönix ST 177.



1379:

Smíðanúmer 53 hjá Slippstöðinni hf., Akureyri 1974.  Smíði nr. 11 af 14 í raðsmíðaflokki 105 - 150 tonna stálskipa hjá stöðinni. Yfirbyggður 1986. Lengdur 1994.

Báturinn var smíðaður fyrir Einhamar hf., Bildudal, en vegna vanskila misstu þeir bátinn og því er systurfyrirtæki Mumma hf., Rafn hf., Sandgerði fyrsti útgerðaraðili bátsins.

Báturinn hefur legið við bryggju á Hornafirði nú í nokkur ár.

Nöfn: Kópanes BA 99, Mummi KE 120, Mummi GK 120, Ölduljón VE 130, Dala-Rafn VE 508, Haförn EA 955 og núverandi nafn: Erlingur SF 65