21.03.2013 16:45
Haftindur HF 125 - Skólaskip
![]() |
472. Haftindur HF 123 - skólaskip - © mynd Emil Páll, um aldarmótin síðustu |
Smíðanúmer 7 hjá Skipasmíðastöð Hafnarfjarðar (Július Nyborg), eftir teikningu Egils Þorfinnssonar og hleypt af stokkum í byrjun apríl 1946. Endurbyggður Hafnarfirði 1972-1973.
Úreltur 22. september 1994, en hætt við að farga honum og hann endururskráður og nú sem skólaskip 1994, með stuðningi Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðarbæjar og bæjaryfirvalda í Keflavík, Njarðvík og Höfnum. Hófst sá rekstur 1995.
Átti að breyta í skemmtiferðaskip 2004 og var þó að mestu frá þeim tíma í Reykjjavíkurhöfn og fór svo að lokum að hann sökk í höfninni, en náð upp aftur og dreginn inn á Holtagarða og tekin þar upp á bryggju og bútaður síðan niður.
Nöfn: Guðbjörg GK 6, Stefán Kristjánsson SH 184, Jói á Nesi SH 159, Rán BA 57, Guðrún Björg ÞH 60, Guðrún Björg II ÞH 59, Guðrún Björg ÞH 201, Haftindur HF 123, Kofri ÍS 41, Gæskur RE 91 og Gæskur

