20.03.2013 22:45

Fjölnir ÍS 177

                    1333. Fjölnir ÍS 177, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll

 

Smíðanúmer 51 hjá Slippstöðinni hf., Akureyri 1973, Lengdur 1981. Yfirbyggður 1985.

Var númer 9 af 14 raðsmíðaskipum í flokki 105-150 tonna stálskipa hjá stöðinni.

Fyrsta íslenska fiskiskipið sem hafði um borð línubeitingavél, það var árið 1975. Vélin var frá norska fyrirtækinu Mustad Stöperi & Mek. verksted A/S.

Seldur úr landi til Cork í Írlandi, 7. ágúst 1992. Seldur síðan í brotajárn í Hull, Englandi 2006

Nöfn: Fjölnir ÍS 177, Bergþór KE 5, Jóhann Guðnason KE 77,  Sigurður Þorleifsson GK 256, Eyfell EA 540, Kópanes SH 702 og Kopanes S 702 (Írlandi)