19.03.2013 21:00

Núverandi og fyrrverandi Hákon í Helguvík í kvöld

Núna áðan kom til Helguvíkur Erika og fyrir var Hákon og þar með voru núverandi Hákon og fyrrverandi Hákon saman í höfninni, En eins og flestir vita hét Erika fyrst Hákon ÞH. Spurningin er hvor þetta sé í síðasta skiptið sem þessi skip sjást saman, alla vega á þeirri loðnuvertíð sem senn er lokið, eða jafnvel lokið.

Það sem kom mér þó mest á óvart að Erika flautaði þrisvar sinnum með stuttu millibili þegar skipið kom inn í höfnina. Er kannski þær fregnir sem borist hafa um sölu á skipinu orðnar að veruleika. Spyr sá sem ekki veit?

Þrátt fyrir að birtan var að mestu farin birti ég nokkrar myndir og eru sumar þeirra allt í lagi, en hinar svona rétt sleppa, hvað um það hér koma þær.


 


 


 


 


                 2407. Hákon EA 148 og Erika GR 18-119 ex Birtingur NK og Hákon ÞH, í Helguvík í kvöld © myndir Emil Páll, 19. mars 2013

AF Facebook: