19.03.2013 21:00
Núverandi og fyrrverandi Hákon í Helguvík í kvöld
Núna áðan kom til Helguvíkur Erika og fyrir var Hákon og þar með voru núverandi Hákon og fyrrverandi Hákon saman í höfninni, En eins og flestir vita hét Erika fyrst Hákon ÞH. Spurningin er hvor þetta sé í síðasta skiptið sem þessi skip sjást saman, alla vega á þeirri loðnuvertíð sem senn er lokið, eða jafnvel lokið.
Það sem kom mér þó mest á óvart að Erika flautaði þrisvar sinnum með stuttu millibili þegar skipið kom inn í höfnina. Er kannski þær fregnir sem borist hafa um sölu á skipinu orðnar að veruleika. Spyr sá sem ekki veit?
Þrátt fyrir að birtan var að mestu farin birti ég nokkrar myndir og eru sumar þeirra allt í lagi, en hinar svona rétt sleppa, hvað um það hér koma þær.
![]() |
||||||||
|
|
AF Facebook:
-
Guðmundur St. Valdimarsson Þrjú flaut með skipsflautu er alþjóða kveðja skipa sem eru að koma eða fara. Þetta er þó oftast gert þegar skip láta úr höfn.
Emil Páll Jónsson Já hef oft orðið var við það þegar þau fara, en ekki þegar þau eru að koma, eins og þarna





