19.03.2013 11:20

Er sala á gömlum notuðum fiskiskipum erlendis, úr sögunni?

Í haust bárust fréttir af sölu á nokkrum gömlum fiskiskipum héðan og til landa, þarna niðurfrá eins og það er oft kallað. Samkvæmt umræðunni á bryggjunni verður ekkert úr sölu á viðkomandi skipum, þar sem þessi ríki sem hafa verið hvað duglegust við að kaupa notuð íslensk fiskiskip, hafa nú kippt að sér höndum. Ástæðan mun vera sú að mikið af erlendum skipum sem þessi lönd hafa keypt, hafa dagað þar upp og orðið af hálfgerðum skipakirkjugörðum í viðkomandi löngum. Hefur heyst að þess vegna hafi mörg þessara ríkja sett innflutningsbann á skip eldri en 15 ára.

M.a. var rætt um það á haustmánuðum að skipin Fram ÍS 25 og Stafnes KE 130 væru seld. Nú virðist ljóst að svo er ekki og er rætt um að Stafnesið sé að fara á einhverjar veiðar héðan, en varðandi Fram sé algjör óvissa.

 

              964. Stafnes KE 130, séð frá Innri- Njarðvík © mynd Emil Páll, 16. okt. 2012

 

               971. Fram ÍS 25 ex Guðrún Guðleifsdóttir ÍS, í Njarðvíkurhöfn © mynd  Emil Páll 3. ágúst 2012