17.03.2013 17:45

Stakkur KE 86 - fyrsti báturinn sem ég var á


                 785. Stakkur KE 86 og tveir ónýtir sem ég man ekki hverjir voru, í Dráttarbraut Keflavíkur hf, þar sem nú er smábátahöfnin í Grófinni © mynd Emil Páll, á sjöunda áratug síðustu aldar.

Bátur þessi var sá fyrsti sem ég réri á, voru það handfæraveiðar með Guðjóni Jóhannssyni, eða Gauja Blakk, eins og hann var alltaf kallaður. Var þessi fyrsta vera mín til sjós eitt sumar.

Bátur þessi var smíðaður í Arnarvogi, Garðabæ 1962 og bar aðeins nöfnin Stakkur KE 86 og Stakkur RE 186. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 1983 og brenndur í Hafnarfirði.