16.03.2013 21:54

Brúarfoss í sinni fyrstu strandferð og með islenskri áhöfn

mbl.is:

Brúarfoss lagðist að bryggju á Akureyri í dag í sinni fyrstu strandferð. stækkaBrúarfoss lagðist að bryggju á Akureyri í dag í sinni fyrstu strandferð.
 

Brúarfoss skip Eimskipafélags Íslands með íslenskri áhöfn kom til Akureyrar í morgun. Akureyri er viðkomustaður á nýrri strandleið félagsins sem tengir landsbyggðina beint við Færeyjar, Skotland, England og meginland Evrópu og óbeint inná Skandinavíu og Eystrasalt.

Brúarfoss leggur úr höfn frá Akureyri á markaði erlendis með útflutningsvöru og sækir innflutningsvöru fyrir landsbyggðina.

Brúarfoss er 130 metra langt og 20 metra breitt gámaskip skipað íslenskri áhöfn og var smíðað árið 1992. Skipið er búið tveimur krönum sem gerir því kleift að hafa viðkomur í höfnum sem ekki eru búnar  landkrönum. Brúarfoss getur borið allt að 724 gámaeiningar.

AF Facebook: