15.03.2013 16:24

Brúarfoss í höfn á Ísafirði

bb.is:

Brúarfoss siglir inn til Ísafjarðarhafnar í dag.
Brúarfoss siglir inn til Ísafjarðarhafnar í dag.

 

Flutningaskipið Brúarfoss er nú í höfn á Ísafirði. Þetta er fyrsta ferð skipsins á nýrri siglingaleið en strandsiglingar við Ísland eru formlega hafnar með viðkomu á Ísafirði. Skipið lagði af stað frá Reykjavík í gærkvöldi og verður á Akureyri á morgun og siglir þaðan til Færeyja, Skotlands og Rotterdam í Hollandi. Ísafjarðarhöfn er því orðin millilandahöfn og hluti af alþjóðlegri siglingaleið. Skipið lagðist að bryggju rétt fyrir hádegið í dag en koma skipsins markar þáttaskil í vöruflutningum á svæðinu.