15.03.2013 07:23
Botndýr drepast í stórum stíl í Kolgrafarfirði
visir.is:
Lindýr og krabbadýr drepast nú í stórum stíl í Kolgrafafirði og má sjá dauð sjávardýr hvert sem litið er, eins og kræklinga, ígulker krabbadýr, kuðunga og jafnvel ný dauða síld um allar fjörur, segir á vef Skessuhorns.
Róbert Árni Stefánsson forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands segir í samtali við vefinn að við þessu hefði mátt búast í kjölfar síldardauðans, en hann hafi talað fyrir daufum eyrum.
Þess má geta að lífríki Kolgrafafjarðar var afar blómlegt áður en síldin drapst þar.
Skrifað af Emil Páli
