14.03.2013 19:45

Tugmilljóna tjón í Vestmannaeyjum

visir.is:

 
 
 
Ágúst Halldórsson varð vitni að árekstrinum á bryggjunni í Eyjum í morgun.
Ágúst Halldórsson varð vitni að árekstrinum á bryggjunni í Eyjum í morgun. Mynd/Ágúst Halldórsson
 

Tugmilljóna tjón varð á togskipinu Bylgju VE þegar gámaskipið Tetuan sigldi utan í skipið um áttaleytið í morgun. Eyjafréttir greina frá þessu.

Samkvæmt upplýsingum Eyjafrétta sem fengust á skrifstofu Vestmannaeyjahafnar varð skipting í gámaskipinu til þess að gámaskipið fór utan í Bylgju VE. Gámaskipið rakst einnig utan í bryggjubíl en skemmdir á honum voru minnihátar.

„Þetta er mikið tjón á skipinu, tugmilljóna tjón sýnist mér. Skipið er mikið dældað við og fyrir neðan sjólínu. Þilið í lestinni hefur gengið inn og sprungið út á millidekkinu en skemmdirnar ná einnig niður í vélarrýmið," sagði Jóhann Þorvaldsson, yfirvélstjóri á Bylgju VE við Eyjafréttir.