14.03.2013 19:24

Smíðaður, í Mosfellsbæ, Ásbrú og Grundarfirði

Þessi bátur sem ég tók í dag mynd af á Ásbrú, er fyrir útgerðarmann í Grundarfirði. Hófst framleiðslan í Mosfellsbæ, þaðan var hann fluttur á Ásbrú og hefur verið þar á tveimur stöðum, en síðast var það hjá Bláfelli, en þeir voru þó aðeins og smíða undir vélina og nú mun eigandinn fara með bátinn til Grundarfjarðar þar sem hann verður væntanlega kláraður


                   Báturinn tilbúinn til ferðar á Grundarfjörð, í dag © mynd Emil Páll, 14. mars 2013