13.03.2013 10:02

Kínverjar senda flutningaskip norðausturleiðina í kjölfar Snædrekans

visir.is:

 
Kínverjar senda flutningaskip norðausturleiðina í kjölfar Snædrekans

Kínverskt skipafélag ætlar að senda fullhlaðið flutningaskip frá Kína til Evrópu í gegnum Norður-Íshafið eða norðausturleiðin meðfram Rússlandi og Noregi í sumar.

Skipið mun fara sömu leið og ísbrjóturinn Snædrekinn fór síðasta sumar en ísbrjóturinn kom hingað til lands í lok þeirrar siglingar.

Í frétt um málið á Reuters segir að góður árangur Snædrekans sé grundvöllur þess að skipafélagið ætli að koma á fót reglulegum siglingum eftir þessari leið.