12.03.2013 07:10

Stillum veiðunum í hóf til að hafa ferskt hráefni

mbl.is. í morgun:

Kleifabergi RE-7 stækkaKleifabergi RE-7 mbl.is
 

„Það er einfalt, hér er miklu meira en nóg,“ segir Víðir Jónsson, skipstjóri á frystitogaranum Kleifabergi RE-7, sem er að veiðum í Barentshafi. „Það er mikið af fiski og mjög góður fiskur. Hann er fullur af hrognum.“

Kleifabergið er sunnarlega í Barentshafi, á svonefndum Lófótenmiðum. Í Morgunblaðinu í dag segir Víðir að fá skip séu þar að veiðum en nú sé komið annað íslenskt skip. Hinir íslensku togararnir eru norðar í Barentshafi. „Við reynum að stilla veiðunum í hóf til að hafa hráefnið alltaf ferskt.“

Lækkandi verð á afurðum kemur illa við skipverja og útgerð Kleifabergsins, eins og aðra. Víðir ber saman tvo túra með árs millibili. „Í byrjun árs í fyrra fór Kleifabergið á þetta svæði og fiskaði fullfermi sem lagði sig á 298 milljónir. Nákvæmlega tólf mánuðum síðar fórum við á sama svæði og sigldum heim með fullfermi en sá túr lagði sig á 216 milljónir.“