12.03.2013 20:49
Arctic Star farið til Noregs
Á áttunda tímanum í kvöld fór Arctic Star sem legið hefur í Njarðvík síðan í haust, áleiðis til Tromsö í Noregi undir skipstjórn Ölvers Guðnasonar og með honum fóru Ólafur Svan og Hlynur Þór Birgisson. Áætlar Ölver að siglingin út taki frá fjórum og upp í fimm og hálfan sólarhring. Ölver mun verða eftir í Noregi, en þar hefur hann starfað sem skipstjóri frá árinu 2009 og nokkur boð bíða eftir honum um skipstjórn ytra.
Eigendur Arctic Star eru þeir sömu og eiga Polaris, sem er gamli Ólafur Tryggvason SF 60. Sigldi Ölver honum sem skipstjóri er hann fór fyrst til Noregs. Bátarnir eru í þjónustu við olíuleitarskip og rannsóknarskip. Þetta fyrirtæki á þrjá aðra báta, Hvitbjörn, gamlan hvalfangara, Meridian og Stålbas sem er gamalt varðskip.
Skipstjóri þessa báts frá upphafi er og verður Ómar Erlingsson.
![]() |
||||
|
|



