11.03.2013 23:03

Niðurrif 8 skipa (mínus) eitt sem sökk á leiðinni

Hér kemur syrpa með myndum af 8 skipum sem fóru eða áttu að fara í pottinn, bæði innanlands sem erlendis. Eitt þeirra komst ekki alla leið heldur sökk á leiðinni. Myndasmiður myndanna er Þorkell Hjaltason og hefur hann heimilað mér að birta þær og sendi ég honum því kærar þakkir fyrir.

Skip þau sem fjallað verður um eru: Guðrún Björg HF 125, Surprise HF 8, Aðalvík SH 443, Óskar RE 157, Súla EA 300, Sæberg HF 224, Karlsey og Gréta SI 71 og birtast mismargar myndir af hverju skipi, en allt um það hér kemur þetta:

                        76. Guðrún Björg HF 125






                Hér á neðstu myndinni er 76. Guðrún Björg HF 125, að leggja af stað frá Hafnarfirði, en förinni var heitið til Belgíu og dró togarinn Gréta SI 71, bátinn. Ekki komst hann þó á leiðarenda því hann sökk út af Aberdeen.

                                         137. Surprise HF 8





                 Þessar myndir voru teknar af 137. Surprise HF 8, þann 14. febrúar sl. en þá var hann kominn upp í rennu þá sem vinnuvélar áttu að taka til óspiltra málanna og brjóta hann niður í Hafnarfirði og sjálfsagt er því verki lokið eða a.m.k. komið langt

                                   168. Aðalvík SH 443


                   168. Aðalvík SH 443, bíður þess á Seyðisfirði, að Óskar RE 157 taki hann í tog og dragi með sér til Belgíu.



                  Hér eru þeir búnir að rífa allt ofan af Aðalvíkinni í Belgíu, árið 2011

                                   962. Óskar RE 157




962. Óskar Halldórsson RE komin til Belgíu 2011 og búið að klippa mest allt ofan af honum

                                   1060. Súlan EA 300




             Hér er verið að ferma Súluna á Ólafsfirði af brotajárni fyrir förina út




                Beðið eftir að verkið hefjis í Ghent, í Belgíu, árið 2010, neðri myndinn er tekin ofan af stýrishúsi Súlunnar







             Búið að rífa mikið ofan af 1060. Súlunni EA 300 í Ghent, í Belgíu, árið 2010

                                  1143. Sæberg HF 224


                  1143. Sæberg HF 224, komið í Skipasmíðastöð Njarðvíkur og bíður niðurifsins


                1143. Sæberg HF 224, var rifið í Skipasmíðastöð Njarðvíkur og hér er búið að opna það til að fjarlægja ljósavélina o.fl.










                             Sæbergið komið á hliðina í Njarðvíkurslipp

                                    1400. Karlsey


                                           1400. Karlsey í Hafnarfjarðarhöfn


                               Það var ekki mikið eftir af Karlseynni, 14. febrúar 2013

                                     1484. Gréta SI 71




                                           1484. Gréta SI 71, áður en lagt var í hann


                    Hér leggur Gréta SI 71 af stað úr Hafnarfirði með Guðrún Björgu HF 125 í togi


                   1484. Gréta SI komin til Ghent í Belgíu og bíður niðurrifs í janúar 2009


                                 Langt komið með að rífa 1484. Grétu SI 71. í Belgíu


                                         © myndir Þorkell Hjaltason