11.03.2013 20:45

Islenskur / norskur / Íslenskur

Þessi bátur sem skráður er í Noregi hefur ýmsar tengingar við Ísland. Hann er framleiddur hjá Trefjum  í Hafnarfirði og ekki bara það því útgerðarmaður hans, er fyrrum útgerðarmaður að mig minnir á Patreksfirði, sem flutti bát sinn Selmu Dögg til Noregs fyrir nokkrum misserum, þar sem hann gerði hann út.


              Aldís Lind, af gerðinni Cleopatra 50, frá Trefjum í Hafnarfirði, í Hafnarfjarðarhöfn í gær © mynd Emil Páll, 10. mars 2013. Samkvæmt mínum fréttum mun báturinn fara til Noregs núna næstu daga, hugsanlega á morgun eða miðvikudaginn.