11.03.2013 10:52

Hefur fiskað um 1,5 milljón tonna

Samkvæmt fréttum á mbl.is í morgun braut Birtingur NK 1,5 milljóna tonna múrinn þegar skipið landaði þúsund tonnum af loðnu í Helguvík sl. laugardag.

Ekki er vitað til þess að nokkurt annað íslenskt skip hafi borið jafn mikinn afla að landi.

Skipið fertuga fékk nafnið Birtingur NK í fyrra þegar nýtt skip fékk Barkarnafnið. Þá hafði skipið veitt 1488.299 tonn en síðan hafa bæst við 13 þúsund tonn sem rufu múrinn.


                1293. Birtingur NK 124, kemur inn til Helguvíkur sl. laugardag © mynd Emil Páll, 9. mars 2013