11.03.2013 10:52
Hefur fiskað um 1,5 milljón tonna
Samkvæmt fréttum á mbl.is í morgun braut Birtingur NK 1,5 milljóna tonna múrinn þegar skipið landaði þúsund tonnum af loðnu í Helguvík sl. laugardag.
Ekki er vitað til þess að nokkurt annað íslenskt skip hafi borið jafn mikinn afla að landi.
Skipið fertuga fékk nafnið Birtingur NK í fyrra þegar nýtt skip fékk Barkarnafnið. Þá hafði skipið veitt 1488.299 tonn en síðan hafa bæst við 13 þúsund tonn sem rufu múrinn.
![]() |
1293. Birtingur NK 124, kemur inn til Helguvíkur sl. laugardag © mynd Emil Páll, 9. mars 2013 |
Skrifað af Emil Páli

