10.03.2013 20:00

Arctic Star trúlega á förum á morgun

Þessi norski bátur sem skráður er með heimahöfn í Belize en var áður íslenskur og bar þá t.d. nöfnin 1291. Sæþór EA og Arnar SH, hefur legið í Njarðvíkurhöfn síðan í haust, að hann kom úr ferð til Grænlands. Nú er hann á förum til Noregs og fer hugsanlega á morgun og verður áhöfnin að mestu eða kannski öllu leiti íslensk.


                  Arctic Star ex 1291. Arnar SH 157, ex Sæþór EA 101 o.fl. nöfnum, í Njarðvíkurhöfn í dag © mynd Emil Páll, 10. mars 2013