09.03.2013 21:00
Flak Gjafars VE 300 við Grindavík
Þann 22. febrúar 1973, strandaði Gjafar VE 300 við innsiglinguna til Grindavíkur og eyðilagðist með öllu. Slysavarnarsveit Þorbjörns bjargaði áhöfninni 12 mönnum, heilum á húfi til lands við erfiðar aðstæður. Nokkrum dögum síðar standaði annað skip Kópanes RE 8 og ónýttist hinum megin við innsiglinguna. Þar varð líka mannbjörg.
Myndir þær sem ég birti núna eru teknar af strandstað Kópaness ( en nánar mun ég fjallað um það strand síðar) og sýna þær flakið í fjarlægðinni séð yfir innsiglinguna.
![]() |
||||
|
|




