09.03.2013 21:00

Flak Gjafars VE 300 við Grindavík

Þann 22. febrúar 1973, strandaði Gjafar VE 300 við innsiglinguna til Grindavíkur og eyðilagðist með öllu. Slysavarnarsveit Þorbjörns bjargaði áhöfninni 12 mönnum, heilum á húfi til lands við erfiðar aðstæður. Nokkrum dögum síðar standaði annað skip Kópanes RE 8 og ónýttist hinum megin við innsiglinguna. Þar varð líka mannbjörg.

Myndir þær sem ég birti núna eru teknar af strandstað Kópaness ( en nánar mun ég fjallað um það strand síðar) og sýna þær flakið í fjarlægðinni séð yfir innsiglinguna.


             Hér sjáum við flak 240. Gjafars VE 300, að sjá ofan við konuna


                               Flakið af Gjafari ( fyrir miðri myndinni)


                 Skjáskot af neðri myndinni, sem sýnir flak 240. Gjafars VE 300, betur © frummyndir Emil Páll, 1973

Af Facebook:

 
 
Gísli Matthías Gíslason http://www.eyjafrettir.is/frettir/2013/02/22/40__ar_fra_strandi_gjafars_ve_300

www.eyjafrettir.isÍ dag eru liðin 40 ár frá því að Gjafar VE 300 strandaði í innsiglingunni í Grindavík, - mánuði eftir að Heimaeyjargosið hófst. Í blaðinu Eyjafréttum sem kom út sl. miðvikudag, ræðir Ómar Garðarsson við vélstjóra skipsins þá Guðjón Rögnvaldsson og Theódór Ólafsson, þar sem þeir lýsa aðdraganda stran...